Grikkir undir eftirliti AGS í tíu ár

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verður jafnvel í Grikklandi í tíu ár
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn verður jafnvel í Grikklandi í tíu ár Reuters

Þess er vænst að útlínur aðstoðar til handa Grikkjum liggi fyrir eftir fund fjármálaráðherra evru-ríkjanna á morgun. Samkvæmt frétt þýska blaðsins Der Spiegel má jafnvel gera ráð fyrir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi eftirlit með Grikkjum næstu tíu árin.

Samkvæmt frétt vikuritsins þá gera stjórnendur AGS ráð fyrir því að sjóðurinn þurfi að vera í Grikklandi í tíu ár en þá verði fyrirhugaðar efnahagsumbætur farnar að bera ávöxt. Auk AGS vinnur Evrópusambandið að gerð lánapakka til handa Grikkjum vegna skelfilegrar skuldastöðu ríkissjóðs.

Gera má ráð fyrir því að fjöldi fólks taki þátt í mótmælum í dag í Grikklandi en almenningur í landinu er afar ósáttur fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda.

Der Spiegel sem kemur út á mánudag vísar ekki í neinar heimildir varðandi fréttaflutning af fyrirhuguðu eftirliti AGS í Grikklandi.

Samkvæmt lánasamningnum munu Grikkir fá alls 45 milljarða evra að láni á fyrsta ári samningsins frá evru-ríkjunum og AGS. Þar af koma 30 milljarðar evra frá öðrum evru-ríkjum. Á næstu þremur árum mun AGS lána Grikklandi 27 milljarða evra.

Þýskir þingmenn hafa lýst því yfir að alls þurfi að lána Grikkjum 120 milljarða evra á næstu þremur árum. Telja margir hagfræðingar að það muni koma í veg fyrir greiðslufall ríkissjóðs.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK