Hagvöxtur á ný í Litháen

Frá Vilnius, höfuðborg Litháens.
Frá Vilnius, höfuðborg Litháens. mbl.is/GSH

Hagvöxtur mælist nú á ný í Litháen en á öðrum ársfjórðungi jókst landsframleiðsla um 2,9% miðað við fyrsta ársfjórðung. Samdráttur á síðasta fjórðungi ársins 2009 nam 4% miðað við fjórðunginn á undan og því óttuðust margir að Litháen stefndi inn í langvinnt samdráttarskeið.

Árið 2008 mældist samdrátturinn 14,8% en svo virtist sem hagkerfi landsins væri að hjarna við um mitt síðasta ár. 

Miðað við 2. ársfjórðung á síðasta ári nam hagvöxturinn nú 1,1% og 6,6% miðað við fyrsta fjórðung þessa árs.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK