Telja líkur á myndarlegri vaxtalækkun

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Orð Seðlabankastjóra í ræðu og riti í gær benda til þess að meiri líkur en áður séu á myndarlegri vaxtalækkun þann 8. desember næstkomandi og að alllangt sé enn í að veruleg breyting verði á gjaldeyrishöftum, segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

Er þar vísað til orða Más Guðmundssonar í formála að nýútkomnu seinna tölublaði rits Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki, þetta árið.

„Í ræðu sem Már hélt á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða um svipað leyti og ofangreint rit kom út heggur hann að mörgu leyti í sama knérum. Bætti hann þó við að nýjasta verðbólgumæling Hagstofunnar, sem birt var í gærmorgun, undirstrikaði að svigrúm væri enn til staðar til frekari lækkunar seðlabankavaxta líkt og peningastefnunefnd Seðlabankans taldi eftir síðustu vaxtaákvörðun.

Einnig nefndi hann að 2-2,5% virkir raunstýrivextir, eins og nú er raunin, væru einfaldlega of háir miðað við stöðu hagkerfisins eftir að markmið um gengisstöðugleika og verðbólgu hafa náðst. E

f höfð er hliðsjón af því að flest bendir til að stjórnvöld muni fara sér hægt við afléttingu gjaldeyrishafta á næsta ári má því segja að flest skilyrði séu til staðar fyrir talsverða vaxtalækkun þann 8. desember, og er ekki útilokað að stigið verði stærra skref þá en þeir 50 punktar sem við spáðum nýverið að yrði raunin. Í þessu ljósi er talsverðar líkur á 75 punkta lækkun þótt við teljum enn að 50 punkta lækkun sé líklegust," segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK