Fá um 25% lána endurgreidd

Kaupþing
Kaupþing Ómar Óskarsson

Útistandandi lán gamla Kaupþings til viðskiptavina námu 1.233 milljörðum króna um mitt árið, samkvæmt kröfuhafaskýrslu slitastjórnar bankans. Af þeim voru lán til félaga sem ekki hafa tekjur 810 milljarðar, eða um 65% heildar upphæðarinnar.

Gert er ráð fyrir að um 304 milljarðar endurheimtist. Sú tala lækkaði um 147 milljarða á fyrri helmingi ársins, sem skýrist meðal annars af tilfærslu lána til Arion banka (28 milljarðar), afborgunum lána (29 milljarðar) og óhagstæðri gengisþróun (24 milljarðar).

Rétt er að taka fram að þetta eru ekki öll lánin á bókum bankans, en lán af þessu tagi er aðgreind frá t.a.m. lánum til fjármálastofnana.

Rúmlega 810 milljarðar voru útistandandi af lánum sem veitt voru svokölluðum „non-operational assets,“ eða lánþegum sem ekki eru með eiginlega starfsemi. Lánþegarnir hafa því engar tekjur og geta illa, eða bara alls ekki, staðið við skuldbindingar sínar. Af þessum lánveitingum er gert ráð fyrir að tæpir 37 milljarðar endurheimtist - tæp 5%.

Gert er ráð fyrir að heimtur af öðrum lánum til viðskiptavina verði mun betri, eða yfir 60%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK