Eignir banka aukast

Heildareignir innlánsstofnana námu 2881 milljörðum króna í lok nóvember og hækkuðu um 48 milljarða frá síðasta mánuði. Heildarskuldir innlánsstofnana námu 2453 milljörðum í lok nóvember og hækkuðu um 17,7 milljarða á milli mánaða. Eigið fé innlánsstofnana nam í lok nóvember 428 milljarðar og hækkaði um 30 milljarða frá fyrra mánuði.

Þetta kemur fram í nýjum tölum sem Seðlabankinn hefur  birt. Stofnefnahagsreikningar nýju bankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og NBI lágu fyrir í lok ársins 2009 og hófst þá aftur reglubundin söfnun og úrvinnsla gagna frá nýju bönkunum.

Seðlabankinn segir, að mikil vinna hafi verið lögð í það undanfarna mánuði að hálfu nýju bankanna og Seðlabankans að vinna upp eldri gögn. Gögnin sem nú eru birt séu þó bráðabirgðagögn og miðist við þær upplýsingar frá bönkum og sparisjóðum sem nú eru tiltækar. Þar sem þó nokkur óvissa ríki enn um mat á eignum í kjölfar bankahrunsins kunni gögnin að breytast eftir því sem áreiðanlegra verðmat verður til. 

Útlán bankanna eru í tölunum metin á kaupvirði þ.e. því virði sem þessir aðilar keyptu útlánasafnið á af Kaupþing banka, Glitni og Landsbanka Íslands. Seðlabankinn segir, að kaupvirðið sé það virði, sem vænt er að muni innheimtast af útlánunum. Virði útlánasafnsins endurspegli því ekki skuldastöðu viðskiptavina. Þá eru lánasöfnin  endurmetin með reglubundnum hætti, sem geti leitt til hækkunar eða lækkunar á virði einstakra lána. 

Vefur Seðlabankans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK