Lá fyrir að 365 fengi endurfjármögnun

365 fékk endurfjármögnun hjá NBI. Eigendur héldu sínum hlut.
365 fékk endurfjármögnun hjá NBI. Eigendur héldu sínum hlut.

Alltaf lá fyrir að 365 ehf. þyrfti endurfjármögnun á sínum skuldum hjá NBI. Endanlegri skjalagerð vegna endurfjármögnunar fjölmiðlafyrirtækisins lauk í júlí 2009, og þess vegna var lánaskilamálum félagsins hjá NBI breytt á þeim tíma.

Þetta kemur fram í svari Kristjáns Kristjánssonar, upplýsingafulltrúa NBI, við fyrirspurn Morgunblaðsins.

„Það lá alltaf fyrir af hálfu Landsbankans að endurfjármögnun yrði nauðsynleg og sú endurfjármögnun var samþykkt af lánanefnd bankans í lok desember 2008. Endanlegri skjalagerð lauk í júlí 2009.“

„Landsbankinn hefur ekki lánað eigendum félagsins neitt,“ segir í svari NBI og einnig: „Kaupverð var greitt með yfirtöku skulda og síðan komu eigendur með 1,5 milljarða í nýtt eigið fé. Það var gert að kröfu bankans. Fyrri hluta árs 2010 komu þeir svo með 1 milljarð til viðbótar.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK