Afkoma Google olli vonbrigðum

Larry Page, forstjóri Google.
Larry Page, forstjóri Google. AP

Hagnaður Google á fyrsta fjórðungi ársins var minni en greinendur höfðu reiknað með. Olli uppgjörið því töluverðum vonbrigðum en til marks um það lækkuðu hlutabréf félagsins um 5,7% í verði þegar markaðir opnuðu í dag.

Colin Gillis, greinandi hjá fjármálafyrirtækinu BGC Partners, segir að afkoman hafi verið í meðallagi. Margt hafi verið jákvætt en hins vegar hafi útgjöld félagsins aukist, sem hafi komið á óvart.

Hagnaður félagsins á ársfjórðunginum nam 3,45 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 387 milljarða íslenskra króna, og jókst um þrjú prósent milli ára. Á sama tíma í fyrra nam hann 3,35 milljörðum Bandaríkjadala, sem jafngildir 376 milljörðum króna.

Larry Page, forstjóri Google, sagði á fjárfestakynningu að tekjur félagsins hefðu aukist um nítjan prósent milli ára. Hann sagðist sjá fjöldamörg tækifæri, sér í lagi í nýmarkaðsríkjunum, að því er segir í frétt Wall Street Journal um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK