Hagnaður af rekstri Seltjarnarness

354 milljóna króna hagnaður var af rekstri Seltjarnarnesbæjar í fyrra. Fram kemur í tilkynningu frá bænum að afkoman hafi verið betri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Þessi góða afkoma helgast meðal annars af því að framlög frá Jöfnunarsjóði reyndust meiri en reiknað var með í fjárhagsáætlun og innheimta eldri útsvarkrafna á árinu fór langt fram úr því sem gert hafði verið ráð fyrir.

Heildarskuldir og skuldbindingar nema um 1.699 milljónum króna og hafa lækkað um 118 milljónir króna á milli ára. Skuldahlutfall er 55% sem er með því allra lægsta á landinu. Þessi góða rekstrarniðurstaða og sterk fjárhagsstaða bæjarfélagsins sýna enn og aftur þann stöðugleika sem ríkt hefur í stjórn bæjarins á liðnum árum. 

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri segist í tilkynningunni vera afar ánægð með niðurstöðuna. „Ég er sérlega ánægð með að geta lagt fram ársreikning 2013 sem sýnir að öll helstu markmið um rekstur bæjarfélagins hafa gengið eftir.  Þessum góða árangri er fyrst og fremst samhentu átaki starfsmanna bæjarins að þakka, vönduðum kostnaðaráætlunum og miklum aga í rekstri,“ segir hún.

Skatttekjur nema 546 þúsundum króna á íbúa og skuldir á íbúa í árslok 2013 námu 167 þúsundum króna.  Til samanburðar námu meðalskuldir á íbúa höfuðborgarsvæðisins 1.945 þúsunum króna í árslok 2012, eða um það bil tólf sinnum meira en á íbúa á Seltjarnarnesi, að því er segir í tilkynningunni.

Þá hefur íbúum Seltjarnarness jafnframt fjölgað um 1,1% milli áranna 2012 og 2013 og voru íbúar 4.376 talsins þann 1. desember 2013.

Ársreikningurinn var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar síðdegis í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK