ÍLS hefur selt 629 eignir á árinu

mbl.is/Valdís

Íbúðalánasjóður hefur selt 629 eignir á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Á sama tímabili í fyrra hafði sjóðurinn selt 36 eignir. Inni í þessari tölu eru rúmlega 500 íbúðir sem seldar voru til leigufélagsins Kletts, að því er segir í tilkynningu frá sjóðnum.

Auk þessara 629 hefur sjóðurinn samþykkt kauptilboð í 93 eignir til viðbótar og vinna nú tilboðshafar að fjármögnun. Í sölumeðferð eru 1.028 eignir, flestar þeirra eru þegar komnar á sölu hjá fasteignasölum en verið er að leggja lokahönd á söluskráningu allra eigna sem hægt er að söluskrá.

Íbúðalánasjóður er með 919 íbúðir í útleigu um land allt.

Í lok mars nam fjárhæð vanskila útlána til einstaklinga 4,3 milljörðum króna og var undirliggjandi lánavirði 65,3 milljarðar króna eða um 10,19% útlána sjóðsins til einstaklinga, samanborið við 13,18% í mars 2013.

Greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna íbúðabréfa og annarra skuldbindinga námu 7,9 milljörðum króna í mars. Uppgreiðslur námu 2,4 milljörðum króna samanborið við 1,8 milljarða í febrúar. Þessi aukning milli mánaða skýrist fyrst og fremst af uppgreiðslum lögaðila, að því er segir í fréttatilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK