Pundið ekki hærra síðan 2009

mbl.is

Sterlingspundið hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og hefur nú ekki verið hærra síðan í júní 2009. Nýjustu tölur um atvinnuleysi í Bretlandi voru birtar nýlega og vöktu þær bjartsýni meðal fjárfesta. Atvinnuleysi í landinu mælist nú um 6,9%, og hefur það ekki verið minna í fimm ár. 

Nýjustu tölur sýna einnig að laun hafa hækkað umfram hækkun verðlags í Bretlandi. Talið er að í framhaldinu munu stýrivextir í landinu hækka, sem eru góðar fréttir fyrir lífeyrisþega landsins, sem horfðu upp á sparnaðinn sinn rýrna með lækkandi gengi pundsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK