Ásælast ekki Samtök fjárfesta

Frá kynningarfundi Ungra fjárfesta í Þjóðmenningarhúsinu.
Frá kynningarfundi Ungra fjárfesta í Þjóðmenningarhúsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Ungir fjárfestar hafa aldrei reynt að gera atlögu að Samtökum fjárfesta og skilur stjórn félagsins ekki hvaðan slíkar ásakanir koma. Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, gat ekki gefið neinar haldbærar skýringar á ásökunum sínum þegar stjórnin óskaði eftir þeim.

Þetta kemur fram í tikynningu frá félaginu.

Í samtali við Morgunblaðið í seinustu viku sagði Vilhjálmur að „hópur nemenda við Háskólann í Reykjavík, sem höfðu áður stofnað samtök Ungra fjárfesta,“ hefði ætlað „að koma á aðalfundinn og hirða félagið“.

Hann nefndi jafnframt að það væri „nokkuð gróft“ að meðlimir annarra samtaka sóttu um hjá þeim, einkum í ljósi þess að Samtök fjárfesta ættu „dálítinn aur“.

Aðalfundur Samtaka fjárfesta var haldinn seinasta miðvikudag, en þar tilkynnti Vilhjálmur að hann hugðist hætta sem framkvæmdastjóri félagsins.

„Eftir að grein Vilhjálms birtist í Morgunblaðinu höfðum við samband við hann og óskuðum eftir frekari skýringum á þessum ásökunum en þá gat hann ekki gefið neinar haldbærar skýringar fyrir þeim, aðrar en þær að það hefðu ungir aðilar sem mögulega væru félagsmenn hjá Ungum fjárfestum sótt um að gerast félagsmenn í Samtökum fjárfesta,“ segir í tilkynningu frá Ungum fjárfestum.

Óska eftir samstarfi

Þar segir jafnframt að stjórn félagsins telji það ljóst að félögin hafi ýmis sameiginleg markmið og það hljóti að vera félagsmönnum beggja félaga til hagsbóta að þau starfi saman.

„Vegna þess hve eðlislík félögin eru, sé einnig ljóst að félagsmenn geti kosið að vera í báðum félögum, einfaldlega vegna áhuga á fjárfestingum og hagsmunum sparifjáreigenda.

Þá hefur stjórn Ungra fjárfesta verið í sambandi við Vilhjálm vegna hugmynda um samstarf félaganna, en slíkar viðræður voru einungis komnar stutt á veg; því koma ásakanir Vilhjálms stjórninni í opna skjöldu,“ segir í tilkynningunni.

Hugmyndin að baki stofnun Ungra fjárfesta hafi meðal annars verið að efla þekkingu ungs fólks um fjárfestingar og því sé ljóst að tilgangur félaganna tveggja sé svipaður.

Á heimasíðu Samtaka fjárfesta segir jafnframt að félagið hafi „þann tilgang að gæta hagsmuna fjárfesta gagnvart stjórnvöldum, stjórnmálamönnum, útgefendum hlutabréfa og annarra verðbréfa og fjölmiðlum og öðrum þeim sem áhrif geta haft á hag fjárfesta. Auk þess er samtökunum ætlað að efla áhuga og þekkingu á fjárfestingaleiðum og almennum sparnaði.“

Óskar stjórn Ungra fjárfesta því enn og aftur eftir samstarfi við Samtök fjárfesta og vonar að samstarfið verið farsællegt.

Frétt mbl.is: Vilhjálmur hættur eftir fjórtán ár

Vilhjálmur Bjarnason á aðalfundi Samtaka fjárfesta.
Vilhjálmur Bjarnason á aðalfundi Samtaka fjárfesta. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK