HB Grandi á markað á föstudag

Hlutabréf í útgerðarfyrirtækinu HB Granda verða tekin til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland, þ.e. Kauphöllinni, á föstudaginn. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, mun af því tilefni hringja bjöllunni við upphaf viðskipta, að því er segir í tilkynningu.

Um 25% hlutur í fyrirtækinu var seldur í útboði í seinustu viku.

Hlutabréf HB Granda hafa verið skráð First North Iceland, en síðasti viðskiptadagur þeirra er í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK