Glæsileiki fyrir auðmenn framtíðar

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus kynnti á dögunum nýja útgáfu af einkaþotu sinni ACJ319. Hún ber heitið Glæsileiki (e. Elegance) og er bæði hærri og breiðari en sú eldri. Ekki hefur verið gefið út hvað Glæsileikinn kostar en fyrir eldri útgáfuna þurfti að greiða jafnvirði 10,5 milljarða króna. Airbus hefur selt 170 einkaþotur.

Um eldri tegundina sagði Airbus að markhópurinn væri milljarðamæringar en ekki milljónamæringar og miðað við myndirnar af Glæsileikanum þá er markhópurinn enn sá sami. „Airbus hefur með einkaþotum sínum verið í fararbroddi þegar kemur að því að gera viðskiptavinum sínum kleift að lifa eins á jörðu sem og himni,“ sagði John Leahy, einn framkvæmdastjóra Airbus, við kynningu vélarinnar.

Leahy sagði jafnframt að viðskiptavinir hafi sjálfir svo gott sem allt um útlit farþegarýmisins að segja, þ.e. sniðið það að eigin þörfum og speglað með því lífstíl sinn á jörðu niðri. Í ACJ319 Glæsileika er eldhús, stór borðstofa þar sem hægt er að snæða kvöldverð, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi, stóru sjónvarpi og þriggja sæta sófa, salerni og setustofa.

Hér má lesa meira um Glæsileika Airbus

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK