Hlutfall íslenskra farþega EasyJet lækkar

FABRICE COFFRINI

Þegar breska flugfélagið Easy Jet hóf flug til Íslands fyrir tveimur árum síðan stóðu farþegar hér á landi undir helmingi pantana. Fimm mánuðum síðar var hlutfall farþega sem hefja ferðalagið á Keflavíkurflugvelli komið niður í þriðjung. Í dag er það aðeins ellefu prósent samkvæmt upplýsingum frá Easy Jet.

Þetta kemur fram í frétt Túrista.

Þar segir að á sama tíma hafi félagið margfaldað umsvif sín hér á landi og standi nú fyrir um tíundu hverji brottför frá Keflavíkurflugvelli samkvæmt talningu Túrista.

Í svari Easy Jet kemur fram að íslenskum farþegum hafi ekki fjölgað á þessum tíma og því hafi hlutdeild Íslendinga lækkað. Langstærsti hluti farþega Easy Jet eru því erlendir ferðamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK