Fá ekki að hækka bónusgreiðslur

Lefteris Pitarakis

Áform Royal Bank of Scotland um að greiða bónusa til stjórnenda sinna sem nema tvöföldum launum þeirra eru orðin að engu. UKFI, félagið sem fer með 81% eignarhlut breska ríkisins í bankanum, hyggst ekki samþykkja slík áform á næsta hlutahafafundi bankans.

Samkvæmt nýjum reglugerðum Evrópusambandsins þurfa bankar að biðja hluthafa sína um leyfi til að greiða bónusa til starfsmanna sinna sem eru hærri en grunnlaun þeirra á ársgrundvelli, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.

Þar segir jafnframt að forstjóri RBS, Ross McEvan, fái engan bónus fyrir árið 2014.

Í tilkynningu frá talsmanni bankans sagði að með þessum áformum hefði bankinn viljað greiða starfsmönnum sínum samkeppnishæf laun. Bónusgreiðslur væru hærri í öðrum breskum bönkum.

Tveir þriðju hluthafa bankans þurfa að samþykkja tillöguna, en þar sem ríkið á 81% hlut þykir ljóst að tillögunni verði hafnað.

Bankinn hefur sætt gagnrýni fyrir að greiða háar bónusgreiðslur á undanförnum árum þrátt fyrir að tap hafi orðið á rekstrinum. Þannig tapaði félagið um 8,2 milljarða punda fyrir skatta í fyrra, en greiddi samt sem áður 576 milljónir punda í bónusa til starfsmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK