Greiddu 336 milljónir króna úr Hagamel

Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson.
Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þeir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson og Sigurbjörn Þorkelsson, eigendur einkahlutafélagsins Hagamelur ehf, samþykktu á hluthafafundi félagsins þann 31. desember í fyrra að greiða sér tæpar 336,2 milljónir króna út úr félaginu. Greiðsluna fá þeir á þessu ári.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Þar segir að Hagamelur sé með stærri hluthöfum í Högum og VÍS. Þremenningarnir hafi fengið tæpar 200 milljónir króna í arð af hlutabréfaeign sinni í gegnum tíðina.

Þremenningarnir eiga hver sinn þriðjunginn í félaginu og skiptast greiðslur úr því jafnt niður á þá.

Hagnaður Hagamels árið 2012 nam 725 milljónum króna, en hann lá að nær öllu leyti í gengishækkun á hlutabréfum félagsins. Við lok árs 2012 nam virði eigna Hagamels rúmum 2,2 milljörðum króna, að því er segir í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK