Hagnaður Honda jókst um 56%

AFP

Hagnaður japanska bílaframleiðandans Honda jókst um 56% í fyrra og nam alls 5,6 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 629 milljarða íslenskra króna. Þá jukust tekjur félagsins um tuttugu prósent og námu um 11,59 milljörðum Bandaríkjadala, sem jafngildur 1.300 milljörðum króna.

Félagið spáir um 654 milljarða króna hagnaði á þessu ári, að því er segir í frétt AFP.

Afkoman fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins var einstaklega góð en á tímabilinu nam hagnaður 1,67 milljarði Bandaríkjadala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK