Neikvæðar horfur í Rússlandi

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Lánshæfisfyrirtækið Standard and Poor's hefur lækkað lánshæfismat rússneskra ríkisins niður í flokk BBB- og segir að efnahagshorfurnar í landinu séu neikvæðar. Óttast fyrirtækið að enn fleiri fjárfestar muni á næstu misserum flýja landið.

Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu, sem AFP greinir frá, að fjármagnsflótti úr landinu á fyrsta fjórðungi ársins hafi tvöfaldast frá sama tímabili í fyrra. Fyrirtækið telur að fjárfestar hafi fært 50,6 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði um 5.680 milljarða króna á gengi dagsins í dag, úr landinu á fjórðunginum.

Stjórnvöld í Moskvu hafa spáð því að fjármagnsflóttinn yfir árið í heild muni vera á bilinu sjötíu til hundrað milljarðar Bandaríkjadala.

Á blaðamannafundi í gærkvöldi sagði John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að efnahagslegar refsiaðgerðir bandarískra stjórnvalda gegn Rússum hefðu nú þegar haft töluverð áhrif á rússneskan fjárhag. Tiltrú fjárfesta á rússnesku efnahagslífi væri til að mynda mun minni en áður, eftir því sem segir í frétt AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK