ALMC selur allt sitt í Straumi

mbl.is/Kristinn

Hópur fjárfesta hefur gengið frá kaupum á öllum hlut eignaumsýslufélagsins ALMC - samtals 67% eignarhlut - í Straumi fjárfestingabanka hf.

Eftir kaupin verða um 35% af hlutafé bankans í eigu starfsmanna og 65% í eigu fjögurra félaga sem eiga öll jafnan hlut hvert. Þau eru Sigla ehf., Ingimundur hf., Varða Capital ehf. og Eignarhaldsfélagið Mata hf, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Þeir fjárfestar sem eru í forsvari fyrir félögin eru Tómas Kristjánsson og Finnur Reyr Stefánsson fyrir Siglu, Ármann Ármannsson og Ármann Fr. Ármannsson fyrir  Ingimund og Grímur Garðarsson og Jónas Hagan fyrir Varða Capital. Guðný, Eggert, Halldór og Gunnar Gíslabörn standa á bak við Eignarhaldsfélagið Mata hf.

Jakob Ásmundsson, forstjóri Straums, segir það vera mikið gleðiefni „að fá þessa öflugu og fjársterku aðila í hluthafahóp Straums. Kaup þeirra í bankanum eru mikil viðurkenning fyrir alla þá sem hafa tekið þátt í að byggja upp starfsemi bankans undanfarin ár. Ég tel þetta vera mjög jákvætt skref fyrir Straum og lít björtum augum til framtíðar,“ er haft eftir honum í tilkynningunni.

Morgunblaðið greindi fyrr í mánuðinum frá áformum einkafjárfestahópsins. Fram kom í umfjöllun blaðsins að eigið fé bankans hafi verið tæplega tveir milljarðar króna í árslok 2013 og því væri eiginfjárvirði 67% eignarhluts ALMC um 1,3 milljarðar. Eiginfjárhlutfall bankans er 35%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK