Hækkar hagvaxtarspá fyrir Þýskaland

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. AFP

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hækkað hagvaxtarspá sína fyrir Þýskaland og gerir nú ráð fyrir 1,9% hagvexti þar í landi í ár. Fyrri spár gerðu ráð fyrir að hagvöxtur yrði 1,7% á árinu 2014. Jafnframt hækkaði sjóðurinn spá sína fyrir næsta ár úr 1,6% í 1,7%.

Þessar niðurstöður hafa dregið úr áhyggjum af efnahagshorfum fyrir þetta stærsta hagkerfi evrusvæðisins. Þýskt efnahagslíf hefur fundið verulega fyrir þróun mála í Úkraínu og refsiaðgerðum gegn Rússlandi, en um 40% af olíunotkun landsins hafa komið þaðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK