Metfjöldi ferðalanga á Spáni

Las Palmas á Kanarí hefur lengi verið vinsæll áfangastaður meðal …
Las Palmas á Kanarí hefur lengi verið vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga. Ljósmynd/Wikipedia

Metfjöldi ferðamanna hefur heimsótt Spán á fyrri helmingi ársins, en alls þyrptust þá 28 milljónir ferðamanna til landsins. Ferðamönnum hefur fjölgað um 7,3% frá sama tíma í fyrra og eru Bretar og Þjóðverjar í meirihluta meðal þeirra. Talið er að hluta þessarar aukningar megi rekja til óstöðugs ástands í löndum á borð við Egyptaland og Tyrkland sem valdi því að ferðalangar kjósi frekar að gera sér ferð til Spánar. Ferðamannaiðnaðurinn er einn helsti burðarásinn í hagkerfi Spánar, en tæplega 26% atvinnuleysi er í landinu.

6,5 milljónir Breta sóttu Spán heim á fyrstu sex mánuðum ársins og 4,7 milljónir Þjóðverja. Flæði Frakka til landsins jókst jafnframt mikið og komu alls 4,2 milljónir þeirra til Spánar, sem er aukning um 10,3 prósent frá sama tíma 2013.

Vinsælustu ferðamannastaðirnir eru Kanaríeyjar og Katalóníu- og Andalúsíuhéruðin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK