Tekjur Coca-Cola dragast saman

Coca Cola.
Coca Cola. AFP

Tekjur bandaríska drykkjarframleiðandans Coca-Cola voru minni á 2. ársfjórðungi en áætlanir gerðu ráð fyrir. Salan jókst í Asíu en í Norður-Ameríku, Evrópu og Suður-Ameríku var annað upp á teningnum.

Tekjur fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi voru 2,6 milljarðar Bandaríkjadala sem er 3% minna en á sama ársfjórðungi í fyrra. Forstjóri fyrirtækisins, Muhtar Kent, segist sáttur við niðurstöðuna en nú muni fyrirtækið einbeita sér að því að auka tekjur og eflast í takt við væntingar hluthafanna.

Sala jókst í Asíu, aðallega í Kína og á Indlandi, um 8%. Í Norður-Ameríku voru það aðallega ávaxtasafi fyrirtækisins og Diet Coke sem urðu til þess að salan var ekki jafngóð og væntingar höfðu staðið til. 

Salan breyttist lítið í Evrópu. Hún jókst í norðvesturhluta álfunnar en dróst saman í suðurhlutanum. 

Salan stóð nokkurn veginn í stað milli ára í Suður-Ameríku. Coca-Cola var einn helsti stuðningsaðili HM í Brasilíu og telur fyrirtækið að það hafi skilað góðum árangri í sókn á þann markað.

Coca-Cola.
Coca-Cola. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK