Sjávarafl, nýtt blað og markaðshús

Hús Íslenska sjávarklasans.
Hús Íslenska sjávarklasans. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Sjávarafl er markaðshús í sjávarútvegi sem sérhæfir sig í útgáfu og markaðsráðgjöf innan sjávarútvegsins. Fyrirtækið ætlar að bjóða fyrirtækjum þjónustu við gerð heimasíðna, fréttatilkynninga, auglýsinga, kynningarefnis, auk þess að aðstoða við samfélagsmiðla og fleira.

„Okkur fannst mikil vöntun á þessu fyrirtæki innan sjávarútvegsins en í gegnum árin þegar við stýrðum Útvegsblaðinu var mikið leitað til okkar af fólki í sjávarútvegi sem vantaði aðstoð með hina ýmsu hluti sem snúa að textagerð, heimasíðugerð, útlisthönnun, auglýsingagerð og fleira. Þannig við ákváðum að svara eftirspurninni, þar sem við vinnum innan sjávarútvegsins og teljum okkar þekkja hann vel,“ segir Hildur Sif Kristborgardóttir, framkvæmdarstjóri Sjávarafls, í tilkynningu.

Starfsfólk Sjávarafls stýrði meðal annars útgáfu Útvegsblaðsins um árabil. Sjávarafl mun gefa út samnefnt blað sem verður dreift innan sjávarútvegsins. Blaðið mun koma út sex sinnum á ári og fyrsta tölublað Sjávarafls kemur út í september 2014.

Eigendur Sjávarafls eru Sædís Eva Birgisdóttir og Hildur Sif Kristborgardóttir sem er einnig formaður Kvenna í sjávarútvegi. Skrifstofa Sjávarafls er í húsi Sjávarklasans en þær hafa unnið náið með þeim síðustu 2 árin í hinum ýmsu verkefnum.”

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK