Ójafnvægi í fjármögnun og útlánum banka skaðlegt

Verkefnisstjórn sem Eygló skipaði leggur til að byggt verði upp …
Verkefnisstjórn sem Eygló skipaði leggur til að byggt verði upp nýtt húsnæðiskerfi að danskri fyrirmynd. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Núverandi fjármögnun íslensku bankanna, þar sem 70-80% af fasteignalánum eru fjármögnuð með innlánum og afgangurinn með sértryggðum skuldabréfum, býður upp á minna gagnsæi fyrir lántaka og meiri óvissu um lánskjör.

Þetta er mat Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag. Hún segir það ekki vera ásættanlegt ástand. Stofnun nýrra húsnæðislánafélaga og innleiðing þröngrar jafnvægisreglu, að danskri fyrirmynd, gæti tekið á þessum vanda. Þá gætu ný húsnæðislánafélög jafnframt dregið úr þeirri tortryggni og óvissu sem ríkir um starfsemi bankanna hér á landi.

Ójafnvægi í fjármögnun og útlánum fjármálastofnana sé „verulega skaðlegt, líkt og fall íslensku bankanna og erfiðleikar Íbúðalánasjóðs sýna hvað best“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK