Rólegt í Kauphöllinni

Rólegt var um að lítast í Kauphöllinni í dag og var veltan afar lítil. Má segja að sumarbragur hafi verið á hlutabréfamarkaðinum, enda er júlímánuður senn á enda. Gengi hlutabréfa Marels lækkuðu mest í dag, eða um 0,97%, í 41 milljónar króna viðskiptum.

Hlutabréf Vodafone hækkuðu hins vegar mest allra félaga í dag, eða um 0,48%, en afar lítil velta var á bak við viðskiptin, aðeins fjórar milljónir. Eins var fjögurra milljóna króna velta á bak við viðskipti með hlutabréf í Icelandair Group. Bréfin hækkuðu um 0,29% í verði.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,1% í dag en hún hefur lækkað um 7,1% frá áramótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK