Álagningarskrá opin á vef RSK

Álagningaskrár hafa verið birtar á vef ríkisskattstjóra.
Álagningaskrár hafa verið birtar á vef ríkisskattstjóra. Mynd/Rsk

Álagningarskrá hefur verið opnuð á vef ríkisskattstjóra, en þar er hægt að sjá niðurstöður álagningar. Á morgun verður skráin formlega lögð fram á skrifstofum embættisins, en kærufrestur mun miðast við þá dagsetningu. 

Hægt er að nálgast álagningarskrár á vefnum rsk.is eða skattur.is

Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við mbl.is að á morgun verði einnig birtir listar yfir hæstu gjaldendur, eins og hefur tíðkast. „Þetta verður birt með tilhlýðilegum hætti á morgun,“ segir hann, en embættið hefur síðustu ár iðkað það að birta álagningu hvers og eins á vefnum degi fyrr til að dreifa álagi.

Skúli segir að hægt sé að mæta á skrifstofu embættisins og fá upplýsingar á morgun um álagningu, en hann bendir einnig á bækling sem embættið hefur gefið út með grunnupplýsingum um álagningu.

Bæklinginn má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK