Staðsetningin lykilatriði

Svala Óskarsdóttir, eigandi Reykjavík4you Apartments.
Svala Óskarsdóttir, eigandi Reykjavík4you Apartments. Styrmir Kári

Meðal fyrirtækja sem reka íbúðahótel í miðborg Reykjavíkur er fjölskyldufyrirtæki sem á tvær nýlegar fasteignir á góðum stöðum. Árið 2008 stofnaði Svala Óskarsdóttir fyrirtækið Reykjavík4you Apartments, ásamt eiginmanni sínum, Bjarna Sævari Geirssyni, en þau hjónin áttu byggingarfyrirtæki og reistu fjölbýlishús á Laugavegi 85 og Bergstaðastræti 12. Verslun er á jarðhæð hússins á Laugavegi en bæði húsin voru byggð á árunum 2006 og 2007.

Sáu tækifæri í ferðaþjónustu

Svala vann á fyrri árum í gestamóttöku á hótelum og á skrifstofu hótels. Hún segir þau hjónin hafa séð tækifæri í ferðaþjónustu og því ákveðið að hefja rekstur íbúðahótels. Íbúðirnar eru alls 20 og er mikið lagt upp úr hönnun, eins og sjá má á mynd úr einni íbúðinni hér fyrir ofan. Þau hjónin hafa hannað íbúðirnar sjálf og meðal annars málað málverk á veggjum og hannað heimasíðuna.

„Reksturinn hófst í ársbyrjun 2009. Þá komu fyrstu gestirnir. Við höfum fengið góða umsögn, til dæmis á vefnum Tripadvisor. Gestirnir eru ánægðir, það skiptir öllu máli. Það er mikil eftirspurn eftir íbúðum til útleigu fyrir ferðamenn í Reykjavík, þó mest í 101 Reykjavík. Við njótum þess að vera á góðum stað. Það skiptir miklu máli. Nýtingin hjá okkur yfir árið er um 80%.“

Svala segir þau hjónin ekki hafa í hyggju að fjölga íbúðum í bili. „Þetta er fín stærð, þannig að við höldum gæðunum í lagi og getum sinnt hverjum og einum gesti persónulega. Einn ánægður gestur skilar tíu viðskiptavinum til baka, þetta er okkar atvinnuleyndarmál. Við fáum sömu fjölskyldurnar til okkar ár eftir ár,“ segir Svala.

Reykjavík4you Apartments.
Reykjavík4you Apartments. Styrmir Kári
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK