Airbnb íbúðir í Reykjavík 1.346 talsins

Í Reykjavík eru samtals 1.346 íbúðir skráðar á vefinn airbnb. …
Í Reykjavík eru samtals 1.346 íbúðir skráðar á vefinn airbnb. Af þeim eru um 670 til 810 í miðbænum. mbl.is/Sigurður Bogi

Auglýstar íbúðir í Reykjavík á leiguvefnum airbnb eru í heild 1.346 og hefur þeim fjölgað um 37% frá því á síðasta ári. Þetta kemur fram í svari fyrirtækisins við fyrirspurn mbl.is. Að undanförnu hefur ítarlega verið fjallað um málefni hótela og íbúðaleigu hjá mbl.is og Morgunblaðinu og var meðal annars reynt að meta stærð leigumarkaðarins sem beint er að ferðamönnum. 

Með staðfestingu frá airbnb má sjá að töluvert fleiri íbúðir eru í útleigu en hægt var að fullyrða í úttektinni, en þá var aðeins hægt að segja að fleiri en þúsund íbúðir væru auglýstar til leigu. 

Í greiningunni kom fram að tæplega 60% af íbúðum í Reykjavík, vestan Elliðaáa væru í póstnúmeri 101, en fjöldi íbúða fyrir austan þær er hlutfallslega lítill. Út frá þessu má gera ráð fyrir að hlutfallið í 101 sé á bilinu 50-60%, en miðað við 1.346 íbúðir í heild í Reykjavík er fjöldi þeirra í miðbænum á bilinu 670 til 810. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK