Leigja hjól til að fara hringinn

James Fletcher, eigandi Borgarhjóla.
James Fletcher, eigandi Borgarhjóla. Styrmir Kári

Hjólabúðin Borgarhjól hefur síðan 1985 verið með hjólaleigu á sínum snærum og í dag leigir fyrirtækið út 24 hjól. James Fletcher, eigandi búðarinnar, segir að það séu aðallega ferðamenn sem leigi hjólin, en sumir leigi jafnvel hjól til að fara hringinn. Hann segir að til þess að Reykjavík verði meiri hjólaborg þurfi að bæta merkingar.

Leigja til að fara hringinn

Það spilar mikið inn í hvernig veðrið er og því var fyrri partur sumarsins nokkuð rólegur að sögn James, en hann segir að verstu dagarnir séu þegar mikil rigning sé. Þá komi fólk síður inn af götunni til þess að leigja hjól í nokkrar klukkustundir til að hjóla um og skoða borgina.

Sumir viðskiptavinir vilja þó leigja í lengri tíma og segir James að það sé alls ekki óalgengt að fólk komi og óski eftir leigu í tvær til þrjár vikur. Sumir taki jafnvel hjól í enn lengri tíma. Það sé vaxandi áhugi fyrir þessum ferðamáta og þá hafi áhugi Íslendinga einnig aukist, þó þeir séu enn tiltölulega fáir í leigjandahópnum.

Betri merkingar

James segist sjá hjólaferðamennsku sem stækkandi grein hér á landi, bæði í Reykjavík og utan hennar, en að vinna þurfi áfram í ákveðinni innviðauppbyggingu og að gera skilmerkilegar götumerkingar. „Það hjálpar til þegar borgin er farin að koma með hjólastíga, en það þar fað skilgreina þetta betur. Íslendingar og útlendingar skilja t.d. illa Hverfisgötuna og marga stíga. Fólk labbar í dag bara á hjólastígum því það vantar skilti og betri merkingar,“ segir James.

Aðaltímabilið í júlí og ágúst

Um miðjan júlí segir James að aðaltímabilið í hjólaútgerðinni byrji, en þá byrjar frí í skólum erlendis og stendur út ágúst. Hann segir að á þeim tíma sé mest að gera, sérstaklega í lengri leigum.

James hefur sjálfur búið hér á landi í 25 ár, en hann kemur frá Bretlandi. Hann lærði til vélvirkja, en hefur síðustu 15 árin unnið hjá Borgarhjólum, þar af sem eigandi síðustu fimm ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK