Forstjóraskipti hjá Target

Þjófnaður á milljónum kreditkortanúmerum var ein af ástæðum þess að …
Þjófnaður á milljónum kreditkortanúmerum var ein af ástæðum þess að Gregg Steinhafel var látinn fara frá Target. AFP

Bandaríski smásölukeðjan Target hefur valið Brian Cornell sem nýjan forstjóra, en hans bíður það stóra verkefni að taka til í fyrirtækinu eftir að tölvuþrjótar náðu að stela fjölda kreditkortanúmerum í einu stærsta tölvuinnbroti síðari ára.

Cornell tekur við af Gregg Steinhafel fimm mánuðum eftir að upp komst um þjófnaðinn. Talið er að allt að gögnum og kreditkortanúmerum frá um 100 milljón viðskiptavinum hafi verið stolið. 

Cornell var áður einn af toppunum hjá Pepsi og þar áður einn af stjórnendum hjá Sam's Club, einingu innan Walmart. Það fyrirtæki er einmitt einn helsti samkeppnisaðili Target vestanhafs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK