Hagnaður HS Veitna eykst

mbl.is/Ómar

Hagnaður HS Veitna nam 351 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 35 milljónir króna frá sama tímabili í fyrra, þegar hann nam 316 milljónum króna.

EBIDTA félagsins, þ.e. rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, lækkaði á milli tímabili og nam 849 milljónum króna á fyrri hluta ársins, samanborið við 895 milljónir á sama tíma í fyrra. Þá jukust rekstrartekjur félagsins um 4,1% á milli ára og námu 2.612 milljónum króna á tímabilinu.

Í tilkynningu frá félaginu segir að fjárhagsstaða þess sé sterk og horfur góðar. Eiginfjárhlutfall í lok júnímánaðar var 52,2%.

Hluthafar félagsins eru fjórir, en í lok júní áttu þrír hluthafar yfir 10% hlut í félaginu: Reykjanesbær með 50,1%, HSV Eignarhaldsfélag slhf. með 34,28% og loks Hafnarfjarðarbær með 15,42% hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK