Peningamagn heldur áfram að vaxa

Peningamagn hefur haldið áfram að vaxa á milli ára en á öðrum fjórðungi ársins hægði þó á vextinum miðað við fjórðunginn þar á undan. Vítt skilgreint peningamagn (M3) jókst um 4,8% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama fjórðung árið áður en þrengra skilgreint peningamagn jókst um 4,5-7,5%, að því er segir fram kemur í nýjum Peningamálum Seðlabanka Íslands.

Þar kemur jafnframt fram að hægt hafi á vexti innlána eignarhaldsfélaga og sé vöxtur M3 á fjórðunginum að mestu drifinn af aukningu innlána annarra fyrirtækja. Á sama tímabili hefur grunnfé bankans aukist um 7,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK