Útflutningsafurðir hækki í verði

mbl.is/Sigurður Bogi

Útlit er fyrir að verð á helstu útflutningsafurðum Íslendinga verði heldur hærra á næstu árum en Seðlabanki Íslands bjóst við í maí, enda hafi verðlag sjávarfurða og áls hækkað nokkuð á síðustu mánuðum.

Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir um 4% árlegri hækkun á verði sjávarfurða í erlendri mynt á þessu og næsta ári og samtals 8% hækkun á spátímanum. Er það sex prósentum meiri hækkun en búist var við í maíspánni.

Í nýjum Peningamálum Seðlabankans er þó bent á að óvissa ríki um horfurnar vegna mögulegra áhrifa viðskiptabanns Rússlands á mörg Evrópuríki.

Þá hafi álverð hækkað nokkuð umfram væntingar á öðrum ársfjórðungi eftir lækkun undanfarna fjóra ársfjórðunga og hafa horfur fyrir spátímabilið batnað frá því í maí.

Ef samfellda rýrnun frá árinu 2010 virðast viðskiptakjör vöru og þjónustu hafa batnað á örðum fjórðungi ársins. Viðsnúningurinn má aðallega rekja til hærra útflutningsverð, að því er segir í Peningamálum. Horfur eru á að viðskiptakjör batni um tæplega 3% á spátímanum í heild sem er tveimur prósentum meiri bati en búist var við í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK