Gengi bréfa Vodafone féll um 1,87%

Kauphöllin.
Kauphöllin. mbl.is/Ómar

Gengi hlutabréfa Vodafone lækkaði um 1,87% í 106 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Félagið kynnti uppgjör sitt fyrir annan ársfjórðung eftir lokun markaða í gær.

Um miðjan dag höfðu bréfin lækkað um 2,55% í verði en lækkunin gekk að einhverju leyti til baka nú síðdegis.

Gengi hlutabréfa í Össuri hækkaði mest allra í dag, eða um fjögur prósent. Þó var veltan á bak við viðskiptin lítil, eða aðeins ein milljón króna. Mesta veltan var hins vegar með hlutabréf í N1. Þau hækkuðu um 0,90% í verði í 321 milljón króna viðskiptum í dag.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,3% í dag í 654 milljóna króna viðskiptum. Hún hefur lækkað um 5,07% frá áramótum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK