Hagnaður bankans 14,9 milljarðar

Landsbankinn kynnti í dag um uppgjör og afkomu bankans á fyrri helmingi ársins 2014. Nam hagnaðurinn fyrir skatta 14,9 milljörðum króna. Til samanburðar var hagnaður bankans á sama tímabili árið 2013 15,5 milljarðar. 

Á öðrum ársfjórðungi var bókfærður 4,9 milljarða hagnaður vegna sölu Landsbankans á 9,9% eignahlut í Framtakssjóði Íslands og öllum hlut bankans í IEI slhf. 

Vaxtatekjur bankans lækkuðu um 10% frá fyrra ári og hreinar þjónustutekjur stóðu í stað. Rekstrarkostnaður hélst nánast óbreyttur að raungildi milli tímabilanna þegar tekið hefur verið tillit til hlutabréfatengdra greiðslna til starfsmanna á fyrra ári. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 12,8% borði saman við 13,5% fyrir sama tímabil á árinu á undan. 

„Rekstrarafkoma og fjárhagsstaða Landsbankans er með ágætum. Virðisaukning eigna hefur staðið undir óvenjulega stórum hluta tekna á árinu, en á móti er vaxtamunur töluvert lægri en á fyrra ári. Samanlagt hefur frá stofnun bankans orðið virðisrýrnun á útlánum hans,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri, í tilkynningu. 

Segir í uppgjörinu að horfur í rekstri bankans séu góðar, en þó sé enn óvissa vegna yfirstandandi dómsmála. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK