Þingfestingu í skattamáli frestað

Sérstakur saksóknari.
Sérstakur saksóknari. mbl.is/Ómar

Þingfestingu í máli embættis sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi heildsala sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, var frestað. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Þar segir að Gujón St. Marteinsson, dómari í málinu, hafi viljað bíða niðurstöðu í máli Mannréttindadómstóls Evrópu í máli sem varðar svokallaða tvöfalda refsingu.

Maðurinn er ákærður fyrir skattsvik. Honum er gefið að sök að hafa ekki talið fram fjármangstekjur upp á 376,4 milljónir króna og stungið undan tæpum 38 milljónum króna. Þær tekjur komu til vegna hagnaðar af nokkur hundruðum framvirkra samninga mannsins með hlutabréf, skuldabréf og gjaldmiðla á árunum 2006 og 2008.

Frétt mbl.is: Ákærður fyrir meiri háttar skattalagabrot

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK