Vextir verði óbreyttir út árið

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Búast má við því að stýrivextir Seðlabanka Íslands verði óbreyttir út þetta ár og líklega fram á næsta ár, að mati IFS greiningar. Þrátt fyrir það gæti kröftugur vöxtur innlendrar eftirspurnar á komandi misserum og vaxandi spenna á vinnumarkaði leitt til aukins verðbólguþrýstings og orðið til þess að nafnvextir bankans þyrftu að hækka frekar.

Peningastefnunefnd bankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 6,0%, eins og tilkynnt var um í gær.

IFS bendir á í umfjöllun sinni að efnahagshorfur til næstu þriggja ára hafi lítið breyst frá maíspá bankans, en horfur séu þó á að vöxtur innlendrar eftirspurnar verði ívið meiri í ár og út spátímann. Jafnframt hafi verðbólguhorfur heldur batnað frá því í vor og búist sé nú við að framleiðsluspenna myndist seinna og verði ekki eins mikil og í síðustu spá.

„Dregið hefur úr tóni peningastefnunefndarinnar frá fyrri helmingi ársins og eru vaxtahækkanir ekki eins líklegar á næstunni og búist var við. Miðað við grunnspá bankans er taumhald peningastefnunnar líklega horfið og útlit fyrir að núverandi vaxtastig dugi til að halda verðbólgunni í markmiði,“ segir í umfjöllun IFS.

Frétt mbl.is: Óbreyttir vextir í 21 mánuð

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK