Gísli nýr framkvæmdastjóri FAST-1

Höfðatorg er á meðal eigna FAST-1.
Höfðatorg er á meðal eigna FAST-1. mbl.is/Golli

Selma Filippusdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdarstjóri fasteignasjóðsins FAST-1 og hefur Gísli Reynisson tekið við framkvæmdastjórastarfinu. Gísli er einn eigenda Contra eignastýringar sem séð hefur um rekstur eigna FAST-1 frá upphafi, að því er segir í tilkynningu.

Hagnaður fast­eigna­sjóðsins FAST-1 nam 189 millj­ón­um króna í fyrra og jókst veru­lega á milli ára. Árið 2012 tapaði fé­lagið um 37 millj­ón­um króna. FAST-1 er í stýr­ingu hjá VÍB, eign­a­stýr­ing­arþjón­ustu Íslands­banka, en fé­lagið sér­hæf­ir sig í rekstri og út­leigu fast­eigna.

FAST-1 und­ir­ritaði í fe­brú­ar­mánuði síðastliðnum kaup­samn­ing um kaup á öll­um hlut­um HTO ehf, sem er eig­andi að fast­eign­um við Höfðatorg í Reykja­vík. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK