Hagnaður Byggðastofnunar 75 milljónir

mbl.is/Sigurður Bogi

Hagnaður Byggðastofnunar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 75,3 milljónum króna. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að hagnaður tímabilsins skýrist fyrst og fremst af lægri framlögum á afskriftarreikning útlána og matsbreytingu hlutabréfa. 

Eiginfjárhlutfall stofnunarinnar var 16,36% í lok tímabilsins en það var 16.0% í lok árs 2013. 

Hreinar vaxtatekjur Byggðastofnunar voru 172,7 milljónir króna, eða 41,6% af vaxtatekjum, samanborið við 221,3 milljónir króna, 42,0% af vaxtatekjum, á sama tímabili í fyrra. Laun og annar rekstrarkostnaður nam jafnframt 204,9 milljónum króna samanborið við 176,9 milljónir á sama tíma 2013.

Þá námu eignir Byggðastofnunar 14.506 milljónum króna og hafa þær lækkað um 366,0 milljónir frá áramótum. Þar af voru útlán og fullnustueignir 11.087 milljónir.

Skuldir námu 12.129 milljónum króna og lækkuðu um 441,3 milljónir frá áramótum og voru enn fremur veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings 20,4 milljónir króna.

Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK