Neikvæð áhrif af innflutningi á kjöti

Steinþór Skúlason, forstjóri SS.
Steinþór Skúlason, forstjóri SS. mbl.is/Rósa Braga

Áfram er gert ráð fyrir neikvæðum áhrifum af vaxandi innflutningi á kjöti á rekstur afurðahluta Sláturfélags Suðurlands. Í afkomutilkynningu frá félaginu segir jafnframt að einnig ríki nokkur óvissa með afsetningu á hluta kindakjötsafurða sem falla til í haust.

Í tilkynningunni er bent á að staða lykilvörumerkja félagsins í kjötiðnaði sé sterk og ímynd félagsins góð á markaði, sem renni stoðum undir frekari uppbygginug á markaðsstöðu á komandi árum.

Samt sem áður er reiknað með að „erfiðar markaðsaðstæður á kjötmarkaði hafi neikvæð áhrif á afkomu kjötiðnaðar á síðari árshelmingi,“ segir í tilkynningunni.

Eins kemur fram að matvöruhluti innflutningsdeildar standi vel. Með nýjum viðskiptasamböndum hafi vöruúrval verið aukið til áframhaldandi vaxtar. „Búvöruhluti innflutningsdeildar hefur styrkt stöðu sína á markaði fyrir helstu rekstrarvörur bænda. Sala á Yara áburði til bænda gekk vel á fyrri hluta ársins og sala á dlg kjarnfóðri og öðrum rekstrarvörum eykst stöðugt,“ segir í tilkynningunni.

Sjá frétt mbl.is: Hagnaður SS eykst lítillega

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK