Laugar kaupa hlut í DV

Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir ásamt börnum sínum, Brigittu Líf …
Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir ásamt börnum sínum, Brigittu Líf Björnsdóttur og Birni Boða Björnssyni á Justin Timberlake tónleikunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Laugar ehf. hafa keypt 4,42 prósent hlut í DV ehf. en Laugar eru í eigu Björns Leifssonar oft kenndur við World Class. Þetta staðfestir Björn í samtali við Vísi.

Hluturinn er keyptur af Ólafi Magnússyni, fyrrverandi stjórnarmanni DV og Kú ehf., Catalínu ehf., Innrömmun Sigurjóns ehf. og Víkurós ehf. Þetta staðfesti Björn í samtali við fréttastofu Vísis.
„Ég vil bara hafa áhrif á það að hér á landi sé rekið gott dagblað,“ segir Björn.
„Ef ég get haft einhver áhrif á það að koma Reyni Traustasyni frá þá er það hið besta mál. Hann er stórhættulegur mannorðsmorðingi,“ segir Björn í viðtali við Vísi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK