Ráðist á tölvukerfi norskra fyrirtækja

Statoil hefur verið varað við mögulegum tölvuárásum.
Statoil hefur verið varað við mögulegum tölvuárásum. AFP

Um 50 norsk olíu- og orkufyrirtæki í Noregi hafa að undanförnu orðið fyrir barðinu á tölvuárásum og Öryggisstofnun Noregs (Nasjonal Sikkerhetsmyndighet) hefur varað 250 til viðbótar við mögulegum árásum, að því er fram kemur í frétt Aftenposten. Hlutverk NSM er meðal annars að fylgjast með og vara við tölvuárásum í Noregi. 

Aldrei áður hafa jafn mörg norsk fyrirtæki orðið fyrir barðinu á tölvuþrjótum. Meðal annarra er Statoil, stærsta olíufélag Noregs. Ørjan Haraldstveit, yfirmaður fjölmiðlasamskipta hjá Statoil, segir að fyrirtækið hafi verið varað við og unnið sé að því að fara yfir öryggismál þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK