Sumarölið rann ljúflega í landann

Víking Sumaröl seldist upp í sumar.
Víking Sumaröl seldist upp í sumar. Mynd/Vífilfell

Viking Sumaröl er nú uppseldur hjá framleiðandanum Vífilfelli eftir að yfir 42 þúsund lítrar af ölinu voru seldir í sumar. Sumarölið er hveitibjór kryddaður með kóríander og appelsínuberki og ljóst að Íslendingar hafa sótt mikið í ölið með grillmatnum í sumar.

Í tilkynningu frá Vífilfelli segir að Íslendingar sækist í auknum mæli í sumarbjóra. „Það má segja að við séum frumkvöðlar í þessum sumarbjórum hér á landi. Við vorum fyrstir þegar við settum Viking Sumarölið á markað fyrir þremur árum og það varð strax mjög vinsælt,“ segir Hreiðar Þór Jónsson, vörustjóri áfengis hjá Vífilfelli.

Hreiðar segir veðrið nú í sumar ekki hafa haft eins mikil áhrif á söluna og fyrri ár. „Salan í sumar hefur verið mjög góð þrátt fyrir að sólardagarnir hafi sennilega mátt vera fleiri. Í heildina erum við búnir að selja 42 þúsund lítra af Víking Sumaröli og varan er uppseld hjá okkur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK