Verslanir fylgjast með viðskiptavinum

Markaðssetning verður persónulegri í framtíðinni
Markaðssetning verður persónulegri í framtíðinni Styrmir Kári

Innkaupakarfa sem minnir þig á að gleyma ekki uppáhaldssúkkulaðinu þínu og augnskannar við morgunkornshillurnar eru á meðal þess sem framtíð smásölunnar ber í skauti sér. Neytendur eru fljótir að aðlagast en stóra álitamálið mun lúta að greinarmuninum á þjónustu og því að angra neytandann auk þess sem siðferðislegar spurningar geta vaknað við persónulega markaðssetningu.

Þetta segir Valdimar Sigurðsson, dósent við Háskóla Reykjavíkur, sem kemur til með að fjalla um framtíð smásölu á fyrirlestirnum Why we buy: Science of shopping með markaðsfræðingunum með Paco Underhill og Martin Lindstrom í Háskólabíói fimmtudaginn 25. september.

Underhill er höfundur samnefndrar bókar, sem er sú mest selda um smásölu í heimi og hefur unnið með hundrað af stærstu Fortune-fyrirtækjum heims líkt og Coca Cola og Microsoft. Lindstrom er vörumerkjasérfræðingur sem var valinn sem einn af hundrað áhrifamestu manneskjum heims af tímaritinu TIME. Nokkrar af bókum hans hafa ratað á metsölulista í Bandaríkjunum og hefur hann veitt fyrirtækjum á borð við McDonalds og Walt Disney ráðgjöf.

Verslunin veit hver þú ert

Valdimar segir framtíðina í smásölu á Íslandi liggja í stafrænum miðlum. „Hingað til hefur markaðssetningu verið beint að hópum, en eins og þróunin hefur verið er hún farin að ná fremur til persónunnar, þannig að hægt er að vita nákvæmlega hvernig þú bregst við einhverju áreiti,“ segir hann.

„Verslunin verður með stafræna miðla. Sumir hafa þegar séð sjónvarpsskjái á bensínstöðvum, en þetta verða gagnvirkir skjáir. Til dæmis verður augnskanni og skjár hjá Cheerios-pakkanum sem talar við þig.“ Hann segir þróunina þegar hafna í sumum verslunum. „Wall Mart hefur verið að prófa forrit sem heitir „Shopping buddy“. Viðskiptavinurinn byrjar á því að renna vildarkortinu sínu í gegnum skjáinn og verslunin veit þar af leiðandi hver er mættur til þess að versla. „Verslunin veit þá til dæmis núna að þú ert kona á þessum aldri og veit um allt sem þú hefur áður keypt. Hún veit að þú hefur oft keypt þér Kit Kat og þegar þú gengur fram hjá hillunni mun skjárinn minna þig á að gleyma því ekki.“

Fylgst með hegðuninni í myndavélum

Valdimar segir að með tækniframförum þurfi verslanir að átta sig á hvar mörkin liggja. Hvenær gengið sé of langt og hvar siðferðisþröskuldurinn liggi. „Neytandinn er hins vegar fljótur að aðlagast. Það eru allir að safna upplýsingum um þig. Google aðlagar leitarniðurstöðurnar og Amazon sendir þér póst með tillögum að bókum með hliðsjón af fyrri kaupum. Neytandinn hefur ekkert verið að setja út á þetta og við munum aðlagast,“ segir hann.

Þá bendir hann á að myndavélar séu í flestum verslunum og hægt sé þannig að horfa á hvað viðskiptavinir séu að gera. „Þetta er mikið gert erlendis en ég veit ekki hversu mikið þetta er gert á Íslandi. Underhill hefur gert þetta í mörg ár og fylgst með neytendum í verslunum og hefur séð að neytendur horfa varla á vörumerki. Þeir vita bara að eitthvað sé til dæmis í bláum brúsa og taka vöruna strax. Þá sést að um sterk vanakaup er að ræða og með slíkum upplýsingum geta einkavörumerki verslana t.d. hent inn sama lit á eigin framleiðslu,“ segir hann.

Valdimar segir að hundraða prósenta söluaukning geti fylgt réttri uppstillingu. „Það skiptir máli hvernig neytandinn gengur um verslunina og smáatriði með stuðningsvörur, líkt og hvort deigið sé á undan pítsusósunni. Bróðurparturinn er síðan prófaður og maður fer að sjá furðulega hluti líkt og litla snakkpoka í kælinum. Þá þarf vitaskuld ekki að kæla en þetta er bara byggt á rannsóknum.“

Miðasala á fyrirlesturinn hefst í dag á midi.is.

Valdimar Sigurðsson
Valdimar Sigurðsson Ómar Óskarsson
Verslunin Walmart er framarlega í þróuninni
Verslunin Walmart er framarlega í þróuninni AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK