Koma ísnum ekki í búðir

Arna framleiðir laktósafríar mjólkurvörur
Arna framleiðir laktósafríar mjólkurvörur Morgunblaðið/Kristinn

Fyrirtækið Arna ehf. sem framleiðir laktósafríar mjólkurvörur hyggur á frekari sókn með nýjum vörum og hefur gert samning við fyrirtækið Í einum greinum ehf. um umsjón sölu- og dreifingarstarfs.

Í vikunni er von á laktósafríum fetaosti frá Örnu í búðir, hreinum og kryddlegnum. Þá kemur hreint skyr sem hrært hefur verið upp og bætt með náttúrulega sætuefninu stevíu, einnig í búðir á næstu vikum. „Við höfum sjálf séð um dreifinguna á stórhöfuðborgarsvæðinu og það hefur verið hrikalega mikil vinna sem erfitt er að sinna. Það hefur borið mikið á að það vanti vörurnar okkar í búðir en þetta er liður í að laga það og við munum geta þjónustað búðirnar betur með þessu,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu ehf.

Verr hefur gengið að koma ísblöndu fyrir ísvélar á markað þar sem ísbúðir eru yfirleitt samningsbundnar og vilja ekki taka inn aðrar tegundir. „Það hefur reynst erfitt og okkur hefur enn ekki tekist að koma ísnum á markað. Það er þó mikið spurt um hann og ég veit að fólk myndi taka laktósafríum ís fagnandi,“ segir hann. Þá segir hann fyrirtækið vera að leita annarra leiða til þess að koma ísnum í búðir en ótímabært sé hins vegar að greina frá því í hverju þær felast. „Þetta mun enda í einhverri ísvél,“ segir hann.

Í einum grænum mun sjá um dreifinguna frá og með 1. september.

Hálfdán Óskarsson, mjólkurtæknifræðingur og annar aðstandanda Örnu ehf.
Hálfdán Óskarsson, mjólkurtæknifræðingur og annar aðstandanda Örnu ehf. Arna ehf.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK