Rándýr endurbygging á Gaza

Gríðarhár kostnaður fylgir endurbyggingu á Gaza
Gríðarhár kostnaður fylgir endurbyggingu á Gaza AFP

Kostnaðurinn við endurbyggingu eftir átökin á Gaza svæðinu gæti numið á milli fjórum til sex milljörðum Bandaríkjadala. Eft­ir að Ísra­els­menn og Ham­as sömdu um vopna­hlé þann 26. ágúst hafa hjálparstarfsmenn komist að rústunum og brakinu til þess að leggja mat á umfang eyðileggingarinnar.

Sameinuðu þjóðirnar hafa óskað eftir viðbótarframlagi er nemur 367 milljónum bandaríkjadala í þágu mannúðaraðstoðar. Að minnsta kosti helmingi þess, eða um 164 milljónum dala, verður varið í matvælaaðstoð fyrir um 500 þúsund manns. Hinn helmingurinn fer í að veita fólki húsaskjól, eða 128 milljónir og 31 milljón í vatn. Þá verður ellefu milljónum varið í að útbúa tímabundnar kennslustofur fyrir skóla sem skemmdust í árásum Ísraela. Góðgerðarsamtökin Oxfam segja eyðilegginguna ekki hafa verið verri á Gaza í tuttugu ár.

Tekur um fjögur ár

Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum hafa yfir tíu þúsund og sex hundruð heimili eyðilagst frá 3. ágúst sl. Endurbyggingin gæti tekið um fjögur ár. Þá liggja fimmtán sjúkrahús og eina orkuveitan á svæðinu undir skemmdum.

Ísraelsk yfirvöld munu bæta almennum borgurum skemmdir sem eignir þeirra urðu fyrir en þegar hafa um þrjú þúsund og sjö hundruð bótakröfur verið lagðar fram. 

Þá hafa átökin einnig áhrif í Bandaríkjunum þar sem Bandaríkjaþing samþykkti nýlega 225 milljón dala fjárútlát til þess að endurbirgja vopnabúr Ísraela en að sögn stjórnvalda í Ísrael var um 86 prósent allra þeirra eldflauga skotið á loft.

Þetta kemur fram í frétt CNN Money

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK