Dýrasti leikmaðurinn á við fjóra togara

Hægt væri að reka Landspítalann í þrjú og hálft ár fyrir þá fjármuni sem eytt var til leikmannakaupa í ensku úrvalsdeildinni í sumar. Hægt væri að smíða fjóra nýja togara fyrir þá upphæð sem greidd var fyrir dýrasta leikmanninn.

Lokað var fyr­ir fé­laga­skipti knatt­spyrnu­manna milli liða í stærri deild­um Evr­ópu klukk­an 22.00 að ís­lensk­um tíma í gær­kvöldi.

Gróf­lega má áætla að liðin 20 í ensku úr­vals­deild­inni hafi eytt 835 millj­ón­um punda á leik­manna­markaðnum í sum­ar sam­kvæmt út­reikn­ing­um breska rík­is­út­varps­ins, BBC eða því sem nem­ur rúm­um 163 millj­örðum ís­lenskra króna. Það eru engir smáaurar en til samanburðar kostar rekstur Landspítalans um 45 milljarða á ári. Það væri því hægt að reka okkar ágæta sjúkrahús í rúmlega þrjú og hálft ár fyrir þá peninga sem eytt er í leikmannakaup í ensku úrvalsdeildinni.

Di Maria á við fjóra togara

Dýr­ustu ein­stöku kaup­in í sum­ar gerði Manchester United þegar liðið kló­festi Arg­entínu­mann­inn Ángel di Maria fyr­ir 59,7 millj­ón­ir punda sem sam­svar­ar tæp­um 11,7 millj­örðum króna. Til samanburðar þá hafa útgerðarfyrirtækið Samherji og Fisk Seafood nýlega samið um smíði fjögurra nýrra ísfisktogara. Smíði þessara fjögurra skipa mun kosta 10 milljarða króna. Í raun væri því hægt að smíða togarana og smábátaflota til viðbótar fyrir þá peninga sem United mun greiða fyrir Di Maria.

Næst­dýr­ast­ur var Sí­le­bú­inn Al­ex­is Sánchez sem Arsenal greiddi Barcelona fyr­ir 35 millj­ón pund eða um 6,8 millj­arða króna. Fyrir þær krónur hægt að reka velflesta leikskóla Reykjavíkurborgar í eitt ár.

Manchester United eyddi mestu fé til leik­manna­kaupa í sum­ar, gróf­lega áætlað 150 millj­ón­um punda eða tæpum 30 milljörðum króna. Fyrir þann pening gæti Icelandair staðgreitt tvær Boeing 737 MAX9 þotur. 

Næst á eft­ir United yfir heild­ar­fé til leik­manna­kaupa í sum­ar kem­ur Li­verpool sem eyddi 117 millj­ón­um punda eða 22,7 milljörðum króna og Chel­sea er svo í 3. sæti og talið hafa eytt 91,3 millj­ón­um punda eða 17,8 milljörðum króna.

Já, það væri margt hægt að gera fyrir þá peninga sem notaðir eru til leikmannakaupa en í sumar var sett enn eitt metið, aldrei hefur meiri fjármunum verið eytt í kaupin í ensku úrvalsdeildinni. En aðalmálið er auðvitað að fylgjast með hvernig þessir rándýru leikmenn standa sig - hvort að þeir standi undir þeim miklu væntingum sem gerðar eru til þeirra. 

Frétt mbl.is: Ensku liðin eyddu um 163 millj­örðum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK