Frumkvöðlar geta sótt um styrki

Íslandsbanki að Kirkjusandi
Íslandsbanki að Kirkjusandi mbl.is/Ómar Óskarsson

Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka auglýsir nú eftir styrkumsóknum fyrir verkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða en markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar framtíðarlausna til sjálfbærrar nýtingar og verndun náttúruauðlinda. Úthlutun getur numið allt að 10 milljónum króna.

Úthlutun er tvisvar á ári en fyrr á árinu úthlutaði sjóðurinn 10 milljónum króna til fimm verkefna. Verkefnin voru afar fjölbreytt, allt frá framleiðslu snyrtivara og fæðubótaefnis til búnaðar til að frostþurrka matvæli með jarðvarma.

Í tilkynningu frá Íslandsbanki segir að með umsóknum skuli fylgja, eftir því sem við á, greinargóð lýsing á verkefninu, verk- og tímaáætlun, ítarleg fjárhagsáætlun, þ.e. kostnaðar- og tekjuáætlun, upplýsingar um aðra fjármögnun verkefnis, ársreikningur og upplýsingar um eignarhald og rekstrarform. 

Umsóknarfrestur rennur út þann 1. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK