Lögbanni á leigubílana aflétt

AFP

Umdeilda en jafnframt vinsæla bifreiðaþjónustan Uber hafði betur fyrir dómstólum í Þýskalandi í dag þegar lögbanni sem lagt hafði verið á þjónustu þeirra þar í landi var aflétt.

Dómstóll í borginni Frankfurt taldi enga þörf vera á lögbanninu og getur Uber því hafið starfsemi að nýju. Baráttunni fyrir dómstólum er þó ekki lokið þar sem enn á eftir að taka fyrir mál Félags leigubílsstjóra gegn þeim en félagsmenn telja þjónustuna skorta tilskilin leyfi fyrir starfseminni. 

Þjón­usta þeirra virk­ar þannig að viðskipta­vin­ir geta pantað sér bíl í gegn­um app í sím­an­um, fyr­ir mun lægri fjár­hæð en það kost­ar að taka hefðbund­inn leigu­bíl. Höfuðstöðvar Uber eru í San Francisco í Banda­ríkj­un­um.

Þrátt fyrir að lögbanninu hafi verið aflétt, þar sem brýn nauðsyn þótti ekki á því líkt og lög gera ráð fyrir, viðraði dómari efasemdir um viðskiptamódelið og sagði það vera andstætt lögum að standa í farþegaflutningum án þess að hafa til þess leyfi. 

Fyr­ir­tækið hef­ur verið starf­andi í Þýskalandi frá ár­inu 2013 og er nú í fimm borg­um, þar á meðal Berlín og Frankfurt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK