Bóka ferðir í Noregi með íslensku kerfi

Ferðamenn geta bókað allar ferðir á einum stað í gegnum …
Ferðamenn geta bókað allar ferðir á einum stað í gegnum kerfið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenska fyrirtækið Odinn Software er farið í sókn erlendis og komið með samning við norskt fyrirtæki um notkun hugbúnaðar þeirra á þarlendum markaði. Þá hefur fyrirtækið einnig samið við Reykjavíkurborg um notkun kerfisins.

Hugbúnaðurinn, sem heitir Ferðaþing, er bókunarkerfi fyrir ferðaþjónustur þar sem nálgast má allt framboð þjónustuaðila af afþreyingarferðum, gistingu eða flugi á einum stað. Ferðaskrifstofur sjá hag sinn í að þurfa ekki að vinna úr hverri fyrirspurn ferðamanna og hringja til þess að athuga hvort laust sé í hverja og eina ferð heldur er öllum slíkum upplýsingum safnað á einn stað.

Fyrsti vísir að starfsemi erlendis

Ásgeir Bjarnason, framkvæmdastjóri félagsins, segir þetta vera fyrsta samninginn sem gerður er við erlenda ferðaskrifstofu um notkun kerfisins fyrir þarlendan markað þó svo að erlendar ferðaskrifstofur hafi hingað til nýtt sér kerfið fyrir bókanir á Íslandi. Hann segir of snemmt að segja til um hvaða skrifstofa þetta sé, en síðan fer í loftið eftir um tvo mánuði. „Þetta er fyrsti vísirinn af því að hefja starfsemi erlendis. Við ætlum að reyna fylgja þessu eftir eins og hægt er en viljum þó klára verkefnin vel áður en við tökum of mikið að okkur,“ segir hann.

Odinn Software hefur verið í samstarfi við Reykjavíkurborg frá árinu 2009 um notkun kerfisins fyrir Upplýsingamiðstöð ferðamanna en Ásgeir segir að í síðustu viku hafi verið tekin ákvörðun um að nota alfarið þeirra kerfi - bæði til þess að bóka ferðir og einfalda samskipti við túrista og þjónustuaðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK